Myndir frá Alþjóðlegu ráðstefnunni Björgun 2022

Nánari umfjöllun má lesa fyrir neðan myndasafnið.

Alþjóðlega ráðstefnan Björgun hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá árinu 1990 og er því haldin í 14 skiptið nú í ár. Ráðstefnan var í Hörpu, dagana 21. – 23. október. Ráðstefnunni hefur vaxið fiskur um hrygg, fjöldi fyrirlestra hefur aukist ár frá ári og nú voru þeir rúmlega 50 talsins og fyrirlesararnir eru sérfræðingar sem fengur er að.  Nokkrir fulltrúar frá Strákum tóku þátt í dagskránni þar.

Ráðstefnan fór fram samhliða í fjórum sölum. Fyrirlestrarnir voru ýmist fluttir á íslensku eða ensku. Til þess að ráðstefnugestir fái sem mest út úr hverjum fyrirlestri var boðið upp á túlkaþjónustu. Allir ensku fyrirlestrarnir voru þýddir á íslensku um leið og þeir voru fluttir og þeir íslensku voru þýddir á ensku.

Samhliða ráðstefnunni var efnt til viðamikillar vörusýningar þar sem ráðstefnugestir kynntu sér allt það nýjasta sem í boði er fyrir leitar- og björgunarfólk.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar, flutti ávarp og setti ráðstefnuna Björgun. Í máli sínu minnti forseti meðal annars á það að Íslendingar hefðu stundum það orð á sér að vera lítt gefnir fyrir skipulag og aga en björgunarsveitir landsins og annað fólk, sem sinnir hjálp í viðlögum, afsanni þá kenningu. Um leið þakkaði forseti liðsmönnum á þessum vettvangi fyrir fórnfúst sjálfboðastarf í áranna rás.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á murogmal.is • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services