Smíðaár | 1969 |
Smíðastöð | Fr Schweers Bardenfleth |
Mesta lengd | 18,9 m |
Breidd | 4,3 m |
Dýpt | 2,18 m |
Nettótonn | 11,0 |
Hestöfl | 815,0 |
Árið 2006 kom nýrra Björgunarskip til Siglufjarðar sem keypt var notað af Bresku Sjóbjörgunarsveitumnum. Þetta skip var næstum 20 árum yngra en gamla björgunarskipið og fékk það að halda sama nafninu og fyrra skip sem er Sigurvin og fékk það skráningar númerið 2683.
Í þessu skipi var allur aðbúnaður orðinn mun betri til björgunarstarfa á sjó þá aðallega var verið að horfa til aðbúnaðar til að geta tekið og sinnt liggjandi sjúkling betur. Annað var annaðhvort betra eða á pari við gamla skipið sem sagt björgunargetan.
Það sem að áhöfnin fann mest fyrir var að þessi bátur fór betur með áhöfnina, var stöðugri og minni hreyfing, sem er mikill kostur því að úthald áhafnar skiptir sköpum við krefjandi aðstæður.
Þessi Sigurvin er búinn að vera í umsjá Björgunarsveitarinnar Stráka í 16 ár og búið að fara fjölmarga björgunarleiðangra og hefur reynst mjög vel og ávallt skilað áhöfn öryggri heim aftur.
Almennar upplýsingar um Sigurvin
Skipanr. | 2683 |
MMSI | 251188640 |
Kallmerki | TFSJ |
Sími | 852 4022 |
Skráð lengd | 14,8 m |
Brúttótonn | 40,73 t |
Brúttórúmlestir | 44,21 |
Smíði:
Smíðaár | 1988 |
Smíðastaður | England |
Smíðastöð | Halmatic Ltd/w.osborne Ltd |
Efni í bol | Trefjaplast |
Vél | Caterpillar, 1986 |
Breytingar | Nýskráning 2006 – Innfluttur |
Mesta lengd | 15,89 m |
Breidd | 5,2 m |
Dýpt | 2,7 m |
Nettótonn | 12,22 |
Þegar þetta er skrifað, þá er þriðja skipið í smíðum sem segir okkur að það er loksins að koma NÝTT björgunarskip til Siglufjarðar. Það skip er smíðað eftir nútíma kröfum og fyrir okkar þarfir.
Gömlu skipin voru mjög góð á sinn hátt og á sínum tíma en voru því miður bara orðin úreld og hætt að geta sinnt okkar þörfum.
Nýja skipið á að hafa alla þá eiginleika sem gömlu skipin höfðu til björgunarstarfa, bara með mikið meiri tækni sem kemur sér einstaklega vel fyrir öryggi áhafnar.
Sjá einnig: Nýr Sigurvin í heimahöfn á Siglufirði – Myndir og vídeó