Nýr Sigurvin í heimahöfn á Siglufirði – Myndir og vídeó

Nýr Sigurvin í heimahöfn á Siglufirði

Á laugardaginn 25. mars 2023 kom nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sigurvin, til hafnar á Siglufirði.

Sigurvin lagði af stað frá Reykjavík síðdegið á föstudag, og sóttist ferðin afar vel. Svo vel gekk siglingin norður að skipið þurfti að lóna fyrir utan Siglufjörð, svo það sigldi inn fjörðinn á auglýstum tíma.

Sigurvin er annað af 13 nýjum skipum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg er að láta smíða í Finnlandi. Von er á þriðja skipinu í haust, sem verður staðsett í Reykjavík.

Mikil hátíðahöld voru á Siglufirði þar sem tekið var á móti nýju björgunarskipinu, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Myndir

Vídeó

Frétt á RÚV

Hægt er að horfa á frétt á RÚV um komu björgunarskipsins með því að smella hér.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á murogmal.is • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services