Siglufjarðardeildin lét fleiri mál til sín taka, lagningu síma að Reyðará og talstöð í Héðinsfirði 1948. Þá í góðu samstarfi við Vörn var komið upp björgunarskýli í Héðinsfirði og haldið við einnig í samvinnu við deildirnar í Ólafsfirði frá A51 fyrstu árin.
Siglufjarðardeildin lét slysavarnir á landi til sín taka. 1943 voru fluglínutækin flutt frá Siglunesi inn í bæ, betra að hafa þau þar.
Nafninu var breytt í Björgunarsveit 1949.
Sveitin hlaut sína fyrstu eldraun þann 16. október 1949 er Færeyska skútan Havfrugven strandaði undan Hrólfsvöllum við Almenninga og björguðust allir. Þar komu fluglínutækin að góðum notum.