Sagan

Slysavarnadeild Siglufjarðar

Fyrsta slysavarnadeildin sem starfaði á Siglufirði var stofnuð 14. apríl 1929 og nefndist Slysavarnadeildin Siglufjarðarsveit, en árið 1937 var nafninu breytt í Slysavarnadeild Siglufjarðar.

Til stofnfundar hafði boðað Guðmundur Skarphéðinsson skólastjóri. Fundarstjóri var Hannes Jónasson bóksali. Stofnfélagar voru 80. Í henni voru bæði karlar og konur uns Kvennadeildin Vörn var stofnuð 5. mars 1933 að tilhlutan Slysavarnafélagsins, Siglufjarðarsveit. Þormóður Eyjólfsson var fyrsti formaður.

 

Meðal fyrstu baráttumála deildarinnar var að koma upp flugulínu björgunartækjum með línubyssu á Siglufirði, að komið yrði á talstöðvar sambandi milli Siglufjarðar og Grímseyjar og að símasamband fengist við Siglunes. Þar yrði veðurathugunarstöð og ljósa- og hljóðviti á Sauðanesi. Þessi markmið náðust öll. Fluglínutæki árið 1931 á Siglunes og símasamband. Símasamband við Grímsey og viti á Sauðanes árið 1933.

Á árunum 1933-1950 var björgunarskútumálið helsta baráttumál deildarinnar. Siglufjarðardeildin hafði forystu í því máli, bæði áróður og fjáröflun þar til Björgunarskúturáð Norðurlands var stofnað. Samt liðu rúm 20 ár frá því að málið komst á dagskrá uns björgunarskipið Albert kom.

Siglufjarðardeildin lét fleiri mál til sín taka, lagningu síma að Reyðará og talstöð í Héðinsfirði 1948. Þá í góðu samstarfi við Vörn var komið upp björgunarskýli í Héðinsfirði og haldið við einnig í samvinnu við deildirnar í Ólafsfirði frá A51 fyrstu árin.

Siglufjarðardeildin lét slysavarnir á landi til sín taka. 1943 voru fluglínutækin flutt frá Siglunesi inn í bæ, betra að hafa þau þar.

Nafninu var breytt í Björgunarsveit 1949.

Sveitin hlaut sína fyrstu eldraun þann 16. október 1949 er Færeyska skútan Havfrugven strandaði undan Hrólfsvöllum við Almenninga og björguðust allir. Þar komu fluglínutækin að góðum notum.

Sveitin er hefur tekið þátt í allskonar björgunaraðgerðum í gegnum árin, bæði stórum sem smáum.

Ekki hafa komið fram í dagsljósið bókfestar heimildir um hvenær sveitin tók sér nafnið Strákar, en það virðist hafa verið eftir 1970. Það sem hefur fundist hjá sveitinni er að á árunum 1972 og 1973 eru þessi nöfn að notast sitt og hvað og eftir það er eingöngu talað um Björgunarsveitina Stráka.

Heimildir fengnar úr bókinni Siglufjörður og gögnum Björgunarsveitarinnar Stráka.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á murogmal.is • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services