Björgunarskipið Sigurvin

Sagan

Hér fyrir neðan er farið yfir sögu björgunarskips Siglufjarðar sem hófst árið 1997. Síðan þá hefur björgunarskip átt heimahöfn á Siglufirði og sinnt öllum þeim útköllum og verkefnum sem að því hefur verið fólgið að sinna.

Hafsvæði björgunarskipsins er mjög stórt og er töluverð skipaumferð á þessu svæði bæði dagróðursbáta og stærri skipa. Svæðið sem björgunarskipið sinnir nær frá Skagatá sem er yst í Skagafirði að Vestanverðu og alveg Austur fyrir Húsavík.

Þá má einnig nefna að björgunarskipið er skráð í fyrsta viðbragð við alvarlegum atburðum sem geta átt sér stað í Grímsey. Þar má t.d. nefna flugslys eða alvarleg veikindi sem að ekki er hægt að sinna með sjúkraflugi vegna aðstæðna.

Að meðaltali eru um 30-35 útköll og aðstoðarbeiðnir á ári sem björgunarskipið sinnir, sem er töluvert miðað við alla þá framþróun sem hefur átt sér stað í sjóöryggi á Íslandi á undanförnum árum.

Eftirfarandi er smá samantekt á skipum sem að hafa sinnt þessu hlutverki fyrir okkur á Siglufirði.

Viðbraqstími:

 5-10 mín

 

Fjöldi í áhöfn:

5-6

Ganghraði:

15 – 18 sml/klst

 

Farsvið:

 200 sjómílur

Smíði:

Ál

 

Brúttólestir:

 29 tonn

Brúttótonn:

30 tonn

 

ML:

18.90 m

Breidd:

4.30 m

 

Dýpt:

2.18 m

Sími:

112

   

 

Eins og fram hefur komið þá kom fyrsta björgunarskipið til Siglufjarðar föstudaginn 30. maí árið 1997. Skipið var keypt af þýsku Sjóbjörgunarsveitunum sem voru að endurnýja skipin hjá sér. Við komuna fékk björgunarskipið nafnið Sigurvin og var með skráningarnúmerið 2293.

Nafnið á honum var vel valið og var skírður eftir bátnum sem að Gústi Guðsmaður átti. Þetta var gamalt skip þegar það kom til Siglufjarðar, 28 ára gamalt. Það var ekki til meiri peningur á þeim tíma hjá Landsbjörg til að kaupa nýrra skip.

Þrátt fyrir aldur var það í mjög góðu standi og búinn öllum þeim búnaði sem að krafðist til björgunarstarfa á sjó. Skipið var í umsjá Björgunarsveitarinnar Stráka til ársins 2006 og fór í ótal útköll og þjónustu leiðangra. Reyndist okkur mjög vel þrátt fyrir aldur.

Nafn

Sigurvin SI-

Tegund

Björgunarskip

Heimahöfn

Siglufjörður

Útgerð

Jóhannes Eggertsson

Skipanr.

2293

Kallmerki

TF-SK

Skráð lengd

17,57 m

Brúttótonn

30,0 t

Brúttórúmlestir

28,57

Smíðaár

1969

Smíðastöð

Fr Schweers Bardenfleth

 Vél

MTU, 6-1969

Mesta lengd

18,9 m

Breidd

4,3 m

Dýpt

2,18 m

Nettótonn

11,0

Hestöfl

815,0

Árið 2006 kom nýrra Björgunarskip til Siglufjarðar sem keypt var notað af Bresku Sjóbjörgunarsveitumnum. Þetta skip var næstum 20 árum yngra en gamla björgunarskipið og fékk það að halda sama nafninu og fyrra skip sem er Sigurvin og fékk það skráningar númerið 2683.

Í þessu skipi var allur aðbúnaður orðinn mun betri til björgunarstarfa á sjó þá aðallega var verið að horfa til aðbúnaðar til að geta tekið og sinnt liggjandi sjúkling betur. Annað var annaðhvort betra eða á pari við gamla skipið sem sagt björgunargetan.

Það sem að áhöfnin fann mest fyrir var að þessi bátur fór betur með áhöfnina, var stöðugri og minni hreyfing, sem er mikill kostur því að úthald áhafnar skiptir sköpum við krefjandi aðstæður.

Þessi Sigurvin er búinn að vera í umsjá Björgunarsveitarinnar Stráka í 16 ár og búið að fara fjölmarga björgunarleiðangra og hefur reynst mjög vel og ávallt skilað áhöfn öryggri heim aftur.

Almennar upplýsingar um Sigurvin

Nafn

Sigurvin SI-

Tegund

Björgunarskip

Heimahöfn

Siglufjörður

Útgerð

Slysavarnafélagið Landsbjörg

Skipanr.

2683

MMSI

251188640

Kallmerki

TFSJ

Sími

852 4022

Skráð lengd

14,8 m

Brúttótonn

40,73 t

Brúttórúmlestir

44,21

Smíði:

Smíðaár

1988

Smíðastaður

England

Smíðastöð

Halmatic Ltd/w.osborne Ltd

Efni í bol

Trefjaplast

Vél

Caterpillar, 1986

Breytingar

Nýskráning 2006 – Innfluttur

Mesta lengd

15,89 m

Breidd

5,2 m

Dýpt

2,7 m

Nettótonn

12,22

Þegar þetta er skrifað, þá er þriðja skipið í smíðum sem segir okkur að það er loksins að koma NÝTT björgunarskip til Siglufjarðar. Það skip er smíðað eftir nútíma kröfum og fyrir okkar þarfir.

Gömlu skipin voru mjög góð á sinn hátt og á sínum tíma en voru því miður bara orðin úreld og hætt að geta sinnt okkar þörfum.

Nýja skipið á að hafa alla þá eiginleika sem gömlu skipin höfðu til björgunarstarfa, bara með mikið meiri tækni sem kemur sér einstaklega vel fyrir öryggi áhafnar.

Sjá einnig: Nýr Sigurvin í heimahöfn á Siglufirði – Myndir og vídeó

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á murogmal.is • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services